JS lögmannsstofa veitir persónulega og faglega lögmannsþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja, félagasamtaka, stofnana og erlendra aðila á öllum helstu sviðum lögfræðinnar. Einnig býður stofan uppá hvers konar lögfræðilega ráðgjöf til viðskiptavina sinna.
Vegna sveigjanleika og hagkvæmni í starfsemi stofunnar er unnt að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu.
JS lögmannsstofa var stofnuð árið 2009. Stofan er aðili að stærstu evrópsku samtökum lögmanna á sviði vinnuréttar.
JSL starfar að öllu leyti í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Stofan leggur ríka áherslu á persónuvernd í störfum sínum með því að tryggja sanngjarna, lögmæta og gagnsæja vinnslu allra persónuupplýsinga sem unnið er með. Lögð er áhersla á að tryggja trúnað, áreiðanleika og örugga meðferð persónuupplýsinga. Fyrir nánari upplýsingar bendum við á persónuverndarstefnu JSL.